sofn

Söfnun og listar af ýmsu og ólíku tagi

Söfnun og listar

home
menu Valmynd: mail
Veftré

Horft til himins

Oft hefur maður beint myndavélinni til himins, á himintunglin og skýin, og myndirnar síðan fallið í gleymsku og dá; ein og ein rataði þó á FaceBook. Nú tók ég mér tak og týndi saman nokkrar myndir með þessu myndefni og setti saman í þetta myndasafn. Myndunum er raðað eftir myndefni. Á borðtölvu má klikka á mynd til að sjá hana í fullri stærð.

Himintungl:

himinn
Tunglið
Jan.2024
himinn

Tunglið
Jan. 2024 Hrólfsskálamelur.

himinn
Júpíter
Jan.2024
himinn

Júpíter
Jan. 2024 Hrólfsskálamelur. Fyrsta tilraun mín til að mynda tungl Júpíters.

himinn
Miðnætursól
Júní 2022
himinn

Miðnætursól
Júní 2022 Fljótin. Við sumarsólstöður, um miðnætti. Þegar hún er lægst á lofti, klukkutíma síðar, er hún handan fjallsins.

himinn
Ofurmáni
Maí 2012
himinn

Ofurmáni
Maí 2012 Stykkishólmur. Ofurmáni var þetta kallað; tunglið sérstaklega nærri jörðu. Á mynd sér maður auðvitað engan mun.

Myrkvar:

himinn
Sólmyrvi (deildarmyrkvi)
Apríl 2024
himinn

Sólmyrkvi (deildarmyrkvi)
Apríl 2024 Hrólfsskálamelur. Ég notaði rafsuðugler sem filter, sem fyrr.

himinn
Tunglið og Venus
Nóv. 2023
himinn

Tunglið og Venus
Nóv. 2023 Hrólfsskálamelur. Venusmyrkvi. Tunglið gekk fyrir Venus nokkrum mínútum síðar.

himinn
Sólmyrvi (deildarmyrkvi)
Mars 2015
himinn

Sólmyrkvi (deildarmyrkvi)
Mars 2015 Hrólfsskálamelur. Ég notaði rafsuðugler sem filter og það tókst bara nokkuð vel.

himinn
Sólmyrvi (hringmyrkvi)
Maí 2003
himinn

Sólmyrkvi (hringmyrkvi)
Maí 2003 Fljótin. Skýin voru að þvælast fyrir sem oftar en ein mynd náðist í aðdragandi myrkvans.

himinn
Sólmyrvi (almyrkvi)
Ágúst 1999
himinn

Sólmyrkvi (almyrkvi)
Ágúst 1999 Cornwall. Eini almyrkvinn sem við höfum upplifað; auðvitað var að mestu skýjað en aðeins glitti í sól þegar hann var ný yfirstaðinn. Upplifunin var hins vegar mögnuð; þegar myrkvið lagðist yfir og allt þagnaði.

Skýjafar:

himinn
Sólin og gíll
Júlí 2023
himinn

Sólin og gíll
Júlí 2023 Heiðarás. Þarna sást ekki úlfur, sem er austan sólu en skýjafar var allsérstakt.

himinn
Regnbogi
Júlí 2021
himinn

Regnbogi
Júlí 2021 Sandskeið. Sérstakur regnbogi; aldrei séð svona "lágan" regnboga áður; annar af tveimur en það rétt mótar fyrir efri boganum.

himinn
Glitský
Desember 2020
himinn

Glitský
Desember 2020 Hrólfsskálamelur. Fallegur himinn á milli jóla og nýjárs..

himinn
Óveðursský
Október 2019
himinn

Óveðursský
Október 2019 Tenerife. Eitthvað að gerjast við Teide. Skömmu síðar brast á með roki og rigningu.

himinn
Steðjaský?
Febrúar 2017
himinn

Steðjaský?
Febrúar 2017 Hrólfsskálamelur. Þetta er væntanlega steðjaský; svipuð skýjamynd er á vef veðurstofunnar tekin nokkrum dögum fyrr og merkt steðjaský.

himinn
Sólstafir
Desember 2012
himinn

Sólstafir
Desember 2012 Hrólfsskálamelur. Sólstafir vísa til himins.

himinn
Úlfur og gíll
September 2010
himinn

Úlfur og gíll
September 2010 Heiðarás. Sólin í úlfakreppu.

himinn
Kvöldroði
Júlí 2004
himinn

Kvöldroði
Júlí 2004 Bíldsey. Snæfellsnesið í fjarska.

himinn
Kvöldroði
1963
himinn

Kvöldroði
1963 Teigagerði. Líklega fyrsta myndin sem ég tók af skýjafari.