Þetta eru myndir sem ég hef tekið af varpfuglum Íslands og árlegum gestum.
Ég ætla að reyna að ná myndum af sem flestum fuglum en alls er 85 fugl á listanum
og nú á ég myndir af 75 fuglum (2025.01.31: 88%)
Meðfylgjandi listi er í sömu flokkun og í sömu röð eins og í Fuglavísi Jóhanns Óla Hilmarssonar (3. útg. 2011).
Sjaldséðum gestum og flækingsfuglum er sleppt að sinni.
Margar myndanna eru lélegar, eins og sjá má, en nú á að ráðast í þetta verkefni af alvöru.
Myndatökustaður og ár sést þegar myndir eru stækkaðar með því að klikka á þær.
Ef klikkað er á nafn fugls við mynd þá opnast síða á nýuppfærðum og glæsilegum vef Námsgagnastofnunar í nýjum glugga með frekari upplýsingum um viðkomandi fugl.
+2 á mynd merkir að 2 myndir til viðbótar af viðkomandi fugli séu á bak við myndina með krossinum.
(ve = verpir ekki) merkir að egg fugls hafa ekki fundist á Ísland skv. Námsgagnastofun.
(jó = Jóhann Óli) merkir fugl sem ekki er á vef Námsgagnastofunar (tvær tegundir) en er í Fuglavísi.
(fv = Fuglavefur) merkir fugl sem er flokkaður sem flækingur í Fuglavísi en er á vef Námsgagnastofunar (ein tegund).