tilvera

Lífið og tilveran

Lífið og tilveran

home
Atburðir Bílaflotinn Heimili Jólaannálar Skólar Vinnustaðir

Þegar myndasöfn eru skoðuð í Windows er mælt með að:
- klikka á mynd
- fletta myndum með lyklaborðsörvum
- eða klikka á "play" takkann fyrir sjálfvirka flettingu
- loka mynd með Esc
Auk þess má, áður en klikkað er á mynd:
- ýta á F11 til að fara í/úr heilskjá

mail
menu Valmynd: mail

Vinnustaðir

Hér verða upptaldir allir vinnustaðir sem við sögu koma. Í sumum tilfellum er bara mynd af vinnustaðnum og örstuttur texti, annast staðar er frá meiru að segja, sérstaklega Hönnun/Mannviti.

Sumarvinna:

Vinna

1947-62 Í sveit
Hjá afa og ömmu á Brimilsvöllum

Afi minn, Ólafur Bjarnason, ásamt hestunum hans, Rauð og Skjóna, á hlaðinu á Völlum
Þessi mynd var tekin 1960 á myndavél sem ég fékk í fermingargjöf þá um vorið.

Vinna

1962 (líklega) Haustvinna við fisk í frystihúsi
Júpíter og Mars við Kirkjusand

Frystihúsið er fyrir miðri mynd á sjávarbakkanum. Þarna er aðeins byrjar að fylla fyrir Sæbrautinni framan við húsið en þegar ég var að vinna þarna var fjaran nánast við húsvegginn. Unnið var við að raða karfa í flökunarvél eða koma pökkum með fiskflökum fyrir á pönnum fyrir frystivélar og ganga síðan frá kössum til útflutnings.
Þessa mynd tók ég 1976 úr turni Hallgrímskirkju.

Vinna

1963-4 Laxeldi við Elliðaár
Rafmagnsveita Reykjavíkur

Þarna unnum við Björn Már Ólafsson við að fóðra laxaseiði, m.a með nautalifur sem við hökkuðum niður á hverjum morgni. Svo þurfti að tína upp dauð seiði með sogpípu á hverjum degi og halda stöðinni allri í góðu standi.
Þessa mynd tók ég 1964 af Bjössa við hreinsunarstörf.

Vinna

1963-4 Veiðvörður við haustveiði í Elliðaám
Rafmagnsveita Reykjavíkur

Á myndinn sést veiðihúsið við Elliðaár. Næst í mynd er Neðri Móhylur; neðar en hérna megin við gömlu brúna sem enn stendur er Sjávarfoss þar sem fyrstu laxar hvers sumars eru oft veiddir. Núverandi vegur yfir Elliðaár hefur ekki verið lagður. Í forgrunni er síðan hluti laxeldisstöðvarinnar sem Rafmagnsveita Reykjavíkur rak; svokölluð Washingtonþró næst í mynd.
Þessi mynd er tekin 1963 ofan af örðum af tveimur olíutönkum sem stóðu þarna við gamla hitaveitustokkinn. Ummerki um stöðina og tankana sjást ekki lengur.

Vinna

1965-67 Línumælingar
Raforkumálaskrifstofan

Ég fór víða um land og mældi fyrir raflínum heima að bæjum og milli landshluta. Langtímum vorum við mælingar í Mývatnssveit, í Vopnafirði, í Fljótsdal, í Kelduhverfi og víðar.
Þessa mynd tók ég 1965 af Erlingi K. Steinssyni (1932-2016) og Guðmundi E. Hannessyni (1933-1975) við mælingar, líklega í Mývatnssveit.

Vinna

1968 Gatnamælingar
Reykjavíkurborg

Að loknu mælingarnámsskeiði verkfræðideildarinnar sem haldið var í Hveragerði vann ég sem eftir lifði sumars sem mælingarmaður hjá Gatnamálstjóra. Unnið var við að setja út fyrir gatnaframkvæmdum og auk þessa að mæla fyrir nýjum götum sem fyrirhugaðar voru m.a. færslu Hringbrautar frá Gamla Garði að Öskjuhlíð.
Hef ekki fundir viðeigandi mynd.

Vinna

1969-71 Gatnamælingar
Kópavogsbær

Síðast sumarið áður en haldið var til Danmerkur byrjaði ég að vinna sem mælingamaður hjá Kópavogsbæ. Þar vann ég síðan að auki bæði sumrin þar til ég lauk námi við DTH. Unnið var við að setja út lóðir og götur og mæla fyrir nýjum hverfum m.a. Smiðjuhverfinu
Hef ekki fundir viðeigandi mynd.

Full vinna:

Vinna

1972-2010 Verkfræðistofan Hönnun, síðar VgkHönnun og því næst Mannvit.
Þetta er ekki flókið; ég vann alla mína ævi á sama stað þ.e. í 48 ár.
Þessa mynd tók ég 1984 af húsinu í Síðumúla sem Hönnun hf byggði. Skrifstofan var þar til húsa u.þ.b. 1984-2002.