tilvera

Lífið og tilveran

Lífið og tilveran

home
Atburðir Bílaflotinn Heimili Jólaannálar Skólar Vinnustaðir

Þegar myndasöfn eru skoðuð í Windows er mælt með að:
- klikka á mynd
- fletta myndum með lyklaborðsörvum
- eða klikka á "play" takkann fyrir sjálfvirka flettingu
- loka mynd með Esc
Auk þess má, áður en klikkað er á mynd:
- ýta á F11 til að fara í/úr heilskjá

mail
menu Valmynd: mail
Veftré

Heimili okkar frá vöggu til dagsins í dag

Auðvitað vantaði myndir af öllum húsum við við höfum búið í, í sitt hvoru lagi og saman. Þá er búið að ráða bót á því. Fleiri myndir eru á bak við sumar myndirnar, merktar með +.

Óli og Helga:

heimili
1973-2003
Ásvallagata 4, Reykjavík
heimili

1973-2003
Ásvallagata 4, Reykjavík

Helga hafði búið árum saman á Ásvallagötunni þegar ég flutti inn með tannburstann og þarna bjuggum við í 30 ár. Þessi mynd er tekin 2003.

heimili
1975 um sumarið
Hvolsvegur 30, Hvolsvelli
heimili

1975 um sumarið
Hvolsvegur 30, Hvolsvelli

Við fluttum austur á Hvolsvöll í 2-3 mánuði þegar Hönnun opnaði skrifstofu á Hvolsvelli. Ég vann við að hanna götur á Hvolsvelli og Vík og sinnti jafnframt eftirliti með framkvæmdum. Þessi mynd er tekin 1975.

heimili
2003-2014
Frostaskjól 25, Reykjavík
heimili

2003-2014
Frostaskjól 25, Reykjavík

Þessi mynd var tekin þegar við fórum að skoða húsið í fyrsta sinn með Ólöfu. Þarna bjuggum við þar til allir voru fluttir að heiman og við vorum tvö ein eftir í tæpum 300 m2. Þessi mynd er tekin 2003.

heimili
2014-
Hrólfsskálamelur 14, Seltjarnarnesi
heimili

2014-
Hrólfsskálamelur 14, Seltjarnarnesi

Enn var flutt til vesturs og nú skipt um bæjarfélag, sem þótti lengi vel óhugsandi. Hér búum við enn og höfum það mjög gott í 150 m2 fasteign með útsýni yfir mest allt Reykjanesið.

Helga:

heimili
1947
Laufásvegur 60, Reykjavík
heimili

1947
Laufásvegur 60, Reykjavík

Helga fæddist á Laufásveginum og átti heima þar í nokkra mánuði áður en flutt var á Ásvallagötuna, rétt fyrir jól. Laufásvegur 60 er hægri inngangurinn á húsinu. Þessi mynd er tekin 2020.

heimili
1947-2003
Ásvallagata 4, Reykjavík
heimili

1947-2003
Ásvallagata 4, Reykjavík

Helga bjó á Ásvallagötunni í 56 ár og þegar upp var staðið, hafði hún átt heima á öllum hæðum hússins. Þessi mynd er tekin 2003.

Óli

heimili
1946
Eiríksgata 27, Reykjavík

+1

Amma Emilía með Jonna og mig á töppunum á Eiríksgötunni.

+1

1946
Eiríksgata 27, Reykjavík

Mamma og pabbi bjuggu á Eiríksgötu frá 1944-1946. Þarna fæddist ég og líklega hefur verið fullþröngt um litlu fjölskylduna þarna því fljólega var flutt í Sörlaskjólið. Amma Emilía bjó þarna eitthvað lengur a.m.k. eru til myndir af mér þarna fyrir utan 3-4 ára gömlum. Þessi mynd er tekin 2019.

heimili
1946-1948
Sörlaskjól 17, Reykjavík
heimili

1946-1948
Sörlaskjól 17, Reykjavík

Ég man eðlilega ekkert eftir mér þarna og kann lítið af þessum búskap að segja. Þó minnir mig að pabbi og mamma hafi leigt í kjallaranum (bak við hríslurnar á myndinni). Þessi mynd er tekin 2020.

heimili
1948-1953
Kirkjuteigur 27, Reykjavík

+1

Ég og Jonni ásamt krökkum af efri hæðinni í garðinum á Kirkjuteig

+1

1948-1953
Kirkjuteigur 27, Reykjavík

Ég man fyrst eftir mér á Kirkjuteignum. Fyrsta skólaárið mitt var í Laugarnesskóla, hinum megin við götuna. Þessi mynd er tekin 2020.

heimili
1953-1967
Teigagerði 17, Reykjavík
heimili

1953-1967/8
Teigagerði 17, Reykjavík

Pabbi byggði þetta hús og þarna bjó ég þar til ég flutti að heiman stuttu eftir að ég eftir að byrjaði í verkfræðinni. Þessa mynd er á fyrstu filmunni sem ég tók á Yasíkuna, sem var fyrsta 35mm myndavélin sem ég eignaðist árið 1962. Eftir að þessi mynd var tekið var byggt við það og einnig var settir á stórir kvistir. Pabbi og mamma bjuggu þarna síðan til 1992.

heimili
1967-1969
Álfheimar 33, Reykjavík
heimili

1967/8-1969
Álfheimar 33, Reykjavík

Ég flutti úr heimahúsum og fór að búa með Ásdísi í tveggja herbergja leiguíbúð í Álfheimunum þar til við fluttum til Danmerkur. Þessi mynd er tekin 2020.

heimili
1969-1970
Kampsax kollegiet, Lyngby, Danmörku
heimili

1969-1970
Kampsax kollegiet, Lyngby, Danmörku

Ég flutti til Danmerkur til að ljúka seinni hluta verkfræðinámsins. Fyrsta veturinn bjuggum við á tveimur samliggjandi einsmanns herbergjum á stúdentagarði rétt við DTH.

heimili
1970-1972
Kagså kollegiet, Herlef, Danmörku
heimili

1970-1972
Kagså kollegiet, Herlef, Danmörku

Seinni tvö árin í Kaupmannahöfn bjuggum við á nýbyggðum hjónagarði rétt utan við Kaupmannahöfn.

heimili
1972-1973
Suðurvangur 14, Hafnarfirði
heimili

1972-1973
Suðurvangur 14, Hafnarfirði

Þegar við komum heim keyptum við okkur nýbyggða fjögurra herbergja íbúð í blokk í Hafnarfirði. Þar bjuggum við þar til við slitum samvistir.